Suður með sjó: Bachmann í Garði

Mig hefur lengi langað til að taka hús á Gyrði, a.k.a. Bachmann, á heimili hans í Garði og í dag varð loksins af því.

Baldur og Una léku við Mirru sem tók vel á móti okkur eins og skáldið sjálft sem var hið hressasta. Við drukkum kaffi og færðum skáldinu ylvolgar madeleines. Og svo voru það samræður um Jon Fosse og nóbelinn, garðrækt og gróðurhús og Japan, bringusund og Jónas Hallgrímsson.

Við keyptum málverk af Gyrði undir áhrifum frá samræðum um japanska menningu. Svo var stefnan tekin á sundlaugina í Garði en því miður var lokað vegna árshátíðar starfsfólks bæjarins. Við kíktum á vitana og sjóinn líka.

BA í nýja
UK við gamla

Þá var stefnan sett á Vatnaveröld í Keflavík og maður minn hvað það var dásamlegt. Eins og að vera á sólarströnd nema auðvitað bara í ísskápshita. Og það var DJ!

Ég veit ekki hvaða plötusnúður var á vakt í dag en Cat People með David Bowie var algjört eyrnakonfekt í heitasta pottinum í sundlauginni í Keflavík á þessu laugardagssíðdegi í október.

Besta lagið í Kef!

Færðu inn athugasemd