Olla amma vitjaði mín í draumi í morgun. Hún var svo falleg og það stafaði af henni mikilli hlýju. Mér leið vel þegar ég vaknaði, nýbúin að kveðja ömmu.
Ég hafði verið að brasa eitthvað og kom til mín. Studdi annað hvort pabba sinn eða frænda sinn, sem var lifandi, en amma var klárlega dáin. Ég sagði (grátandi) að ég hefði gert þetta fyrir hana, en hvað það var veit ég ekki. Eitthvað bras í sambandi við eitthvað. Og amma, sem var á svipuðum aldri og ég í draumnum, öll svo glæsileg og brosmild, sagði að þetta yrði allt í lagi.
Þetta verður allt í lagi, Stella mín, sagði amma mín við mig í draumnum.
