Þórdís heima í jólafríi

Nú er nýja árið hafið og veikindin að mestu að baki. Við Kristján lágum í pest á milli hátíða og vorum ekki til stórræðanna. 40 stiga hiti, leiðindahósti (sem enn er að trufla okkur og alla aðra í kringum okkur) og almennur slappleiki sem einnig gerir ennþá vart við sig. Vonandi verðum við alfarið laus við þennan óskunda fljótt og vel.

Þórdís okkar kom heim í jólafrí frá Danmörku og mikið sem það var nú yndislegt að hafa hana heima. Það er allt skemmtilegra þegar Þórdís er í húsi og við brösuðum mikið saman eftir því sem heilsan leyfði. Við bökuðum jólasmákökur, gláptum á sjónvarp, prónuðum og elduðum góðan mat, spiluðum heil ósköp og svo las hún Bróðir minn Ljónshjarta fyrir yngri systkini sín. Hún kallar Baldur Atla Snúð Ljónshjarta.

Við gáfum Þórdísi forláta hlaupaskó í jólagjöf enda okkar kona orðinn mikill hlaupari í danska flatlendinu. Hún ætlaði bara rétt að skreppa út að hlaupa á dögunum en endaði í hálfmaraþoni. Hún átti eydda skó af mér en fyrir svona duglega konu dugir ekkert minna en almennilegt (og glæsilegt) skópar. Skórnir voru prufukeyrðir í snjónum á jóladag og maður minn hvað það var frábær hlaupatúr hjá okkur mæðgum. Köstuðum mæðinni efst á Skólavörðuholtinu þar sem við skelltum auðvitað í eina klassíska sjálfu.

Hlaupadrottningar kasta mæðinni

Færðu inn athugasemd