Ég hef aldrei unnið á vinnustað þar sem ég hef aðgang að mötuneyti svo ég get ekki beinlínis sagt að ég sakni þess (það er ekki hægt að sakna einhvers sem maður hefur aldrei notið) en stundum óska ég þess að þurfa ekki að ákveða hvað ég eigi að borða í hádegismatinn á hverjum vinnudegi.
Í dag var það hrökkbrauð með osti (jei!) og þriðji í súpuafangi (sem var búin til úr brokkolístönglum, meiri afgangar) og í gær var hádegismaturinn alveg eins. Og nú þegar afgangamaturinn er búinn fyrir þessa vikuna get ég látið mig hlakka til næstu tveggja daga og byrjað að engjast í valkvíða.
Eftirfarandi er það sem ég hef úr að velja fyrir fimmtudaginn og föstudaginn í fyrstu viku ársins 2024, en þetta er top fimm listi yfir það sem ég nenni að græja á skrillunni:
- Egg í örbylgjuofni
- Rúgbrauð með osti
- Acocado Toast
- Jógúrt með ávöxtum
- Hafragrautur með möndlusmjöri