Í anerískum sjónvarpsþáttum setja konur gjarnan á sig handáburð áður en þær fara að sofa og svo er kremið geymt á náttborðinu. Ég er þarna líka enda afar gott að vera með vel smurðar hendur, sérstaklega þegar það er svona kalt úti. Það er engin sérstök tegund uppáhaldi hjá mér en kremið verður að ilma vel.
Í sumar sem leið bættist fótakrem við handáburðinn en ég ber það nú ekki á mig á hverju kvöldi. Helst eftir sturtu eða fótabað.
Á náttborðinu var fyrir blóðþrýstingsmælir enda þarf ég að passa þrýstinginn. Ég er bara 42 ára en ekki 84 ára eins og náttborðið gefur kannski til kynna.
Núna skömmu fyrir jólin fann ég skyndilega fyrir hækkandi aldri. Nú hvíla forláta lesgleraugu innan um handáburðinn, fótakremið og blóðþrýstingsmælinn.
Hvað skyldi koma næst?