Sundlaugar, topplisti

Besta sundlaugin er auðvitað Kópvogslaugin. Stutt að fara, góðir klefar og sturtur, rennibrautir og gott barnasvæði. Góðir heitir pottar og gufa. Góð stemning hjá alls konar fólki.

Breiðholtslaugin er næstbest, enda snyrtileg og skemmtileg og með fjölbreyttri afþreyingu. Ókostir er World Class tengingin.

Í þriðja sæti er laugin í Úlfarsárdal. Frábær laug og æðislegir klefar en sleipt gólf í sturtunum dregur hana örlítið niður. Baldur fékk myndarlega kúlu á kinnina á dögunum eftir að hafa runnið í umræddum sturtuklefa.

Færðu inn athugasemd