Mætti á lyftingaæfingu í dag með nýju vafningana um úlnliðina. Allt annað líf og átakið réttara. Sló nú samt engin met í bekknum, var rétt að slefa upp í 32 kg. En þá er nóg pláss fyrir bætingu.
Um daginn held ég að eitthvað hafi slitnað eða amk tognað í aftanlærisvöðvanum hægra megin. Ég ræddi það við þjálfarann sem leyfði mér að vera súkkulaðikleina í hnébeygju um og endaði svo á því aflýsa goblet squattinu fyrir alla.
Ég var annars hugar á æfingunni því klukkan 19 opnaði fyrir skráningu í ferðina um Kjalveg hinn forna. Við verðum þar í 20 manna hópi í sumar. Við Kristján náðum að skrá okkur þrátt fyrir að vera á æfingu og getum byrjað að láta okkur hlakka til.