Sítróna

Þessi fallega sítróna var eftirréttur kvöldsins. Hún er ansi raunveruleg en þetta er samt bara búningur sem lítur út fyrir að vera sítróna. Hjúpuð hvítu súkkulaði, sem er litað gult, og inni í henni er sítróna og mynta og auðvitað þessi rjómabúðingur.

Lísa tók þessa mynd

Dýrðina er hægt að smakka á Oto á Hverfisgötunni en þangað fórum við í kvöld með Kjartani og Lísu. Fengum æðislegan mat; sólkola, hörpudisk, brioche og reykt tófú svo eitthvað sé nefnt. Þjónustan þarna líka frábær.

Færðu inn athugasemd