Eldgos

Kristján vakti mig úr fastasvefni í morgun og færði mér kaffi um leið og hann sagði mér frá atburðum næturinnar. Grindavík var rýmd og búist var við eldgosi.

Viti menn. Eldgosið byrjaði 15 mínútum eftir að ég vaknaði og um það bil sem ég var að klára úr bollanum hérna undir sænginni.

Síðan þá hefur dagurinn auðvitað snúist um allt eldgosið og það sem því fylgir. Þrjú íbúðarhús brunnu, hraunið rann yfir veginn og litlu munaði að dýrustu og stærstu gröfur landsins færu undir hraun.

Færðu inn athugasemd