Gettu betur

Áslaug keppti í sinni fyrstu Gettu betur keppni í kvöld. Við foreldrarnir vorum miður okkar af stressi og kvíða og enduðum á því að hlusta á keppnina inni í eldhúsi sitjandi undir borði með hjartslátt og héldum fyrir augun.

MR keppti við FÁ sem var með gott lið. MR var með 21 stig eftir hraðaspurningar en FÁ 15. Áslaug svaraði mörgum spurningum en hefði átt að fá rétt fyrir að segja segja Chanel no. 5 (en ekki bara Chanel) þegar spurningin var í hverju Marilyn Monroe hefði sofið í.

Besta svarið í keppninni var frá FÁ þegar þau voru að svara spurningunni um esperanto. Þau þekktu esperanto og byrjuðu að svara áður en búið var að bera upp spurninguna. Sögðu svo að Antontio Banderas léki í bíómyndinni Esperanto þegar hið rétta var auðvitað að hann lék í bíómyndinni Desperado. Svona er nú hægt að víxla orðum. Þetta var bráðfyndið. Það var spurt um esperanto en líka um nafn rithöfundarins Þórbergs Þórðarsonar. Þessu gátu MR-ingar svarað.

Skemmtileg keppni og verulega góðar spurninar. Bæði liðin stóðu sig vel en MR endaði á því að fá 43 stig á móti 17. Næst er það sjónvarpið. Það verður nú ekki auðveldara fyrir okkur Kristján.

Færðu inn athugasemd