Íþróttameiðsl, framhald

Sjúkraþjálfarinn minnn sagði mér að sennilega hefði ég tognað þar sem vöðvinn festist við setbeinið (mjög lýsandi heiti). Ég á að gera æfingar og er nú byrjuð á þeim. Misdugleg auðvitað, en gengur alveg. Ég á næst tíma eftir tvær vikur. Kannski verður þetta liðið hjá um það leyti.

Nema hvað. Ný meiðsl hafa látið á sér kræla. Að þessu sinni er það ökklinn vinstra megin og ég er stokkbólgin. Þetta hljóta að vera áhrif frá einhverju hoppi í gær en þá fór ég á tvær æfingar (November Project um morguninn, Kraftur í Afreki um kvöldið). Ég hjólaði líka til og frá vinnu í frostinu.

Nú ber ég á mig Voltaren og bryð íbúfen eins og ég fái borgað fyrir það. Er á batavegi, vonandi. Kannski er þetta aldurinn.

Færðu inn athugasemd