Í kvöld erum við á leið í nýársboð Sveppanna. Þetta er árlegt boð í matarklúbbnum, haldið yfirleitt fyrstu vikuna í janúar, en af ýmsum ástæðum frestaðist það í ár. Það er mikið lagt í boðið, góður matur og huggulegtheit, en aðalatriðið í nýársboði Sveppanan eru auðvitað markmið ársins.
Nú reynir á að finna það sem ég ætla að breyta, láta mig hlakka til, áorka eða annað. Ég man ekki það sem ég ákvað í fyrra, gleymdi því pottþétt strax í febrúar, og nú man ég ekki einu sinni hvaða atriði það eru sem ég þarf að gera upp hug minn um.
Áður en við fyllum inn fyrir nýja árið eru lesin upp heitin okkar frá því í fyrra. Allir gera svona, líka krakkarnir, kærustur og kærastar. Það getur bæði verið hrikalega fyndið og hrikalega vandræðalegt.