Það hefur verið ansi kalt síðustu daga en kuldinn breytir engu um ísát. Fengum nefnilega lánaða ísvél frá Ernu og höfum verið dugleg að gera ístilraunir um helgina.

Fyrst þurfti auðvitað að skreppa í Fiska til að kaupa kókosmjólk í fernu. Fitan í kókosmjólkinni er lykilatriði til að ísinn verði góður. Það er síðan efni í sérstaka færslu að segja frá búðarferðinni enn Fiska er ein skemmtilegasta matarbúðin, bæði hvað varðar kúnna og vöruúrval.
Mangóísinn hefur hingað til verið bestur. Bláberin komu vel út en það var ekki mjög góð hugmynd að setja ósykraðan sítrónubörk með, það var alltof beiskt. Vanilluís með ömmukakói var ok, svolítið kornóttur en krakkarnir fíluðu hann.

Ég er mjög spennt fyrir ís kvöldsins sem er með maukuðum granateplakjörnum og vanillusykri. Hann er fallega lillablár á litinn og verður kannski mest í líkingu lavenderísinn sem Baldur Atli heldur mest upp á.