Kaffið á morgnana

Það er ekkert betra en morgunkaffið. Ég leiðrétti mig: Það jafnast ekkert á við fyrsta sopann af fyrsta kaffibolla dagsins, einkum ef hans er notið undir heitri sænginni.

Þetta var einmitt niðurstaðan í morgun, eins og flesta aðra morgna. Fyrsti kaffisopinn gerir jafnvel þriðja mánudag janúarmánaðar að góðum degi en mér skilst að sá dagur sé alla jafna erfiðasti dagur ársins (eða var það leiðinlegasti?). Allaveganna var dagurinn frábær að mörgu leyti og á skalanum einn til tíu fékk hann níu (eða þúsund milljón eins og sonur minn mundi segja).

Færðu inn athugasemd