Ferðalag mæðgna

Við Una lögðum land undir fót í morgun og fórum í heimsókn til Þórdísar í Danmörku. Kristján keyrði okkur út á völl í vondri færð en allt gekk vel. Nokkrum klukkustundum síðar var skollinn á mikill snjóbylir og brautinni var lokað.

Nú erum við mættar til Helsinge og það hefur rignt heil ósköp en spáin fyrir helgina er góð. Við erum búnar að versla í matinn fyrir Þórdísi og erum að elda kvöldmatinn fyrir leikkonuna.

Í kvöld er það svo Karisma: en fortælling om JFK.

Færðu inn athugasemd