Fundin sólgleraugu

Bestu sólgleraugun mín eru gleraugun sem virka eins og instagram filter. Sama hversu grátt og ömurlegt er úti, þá bæta þau hlýjum litatónum við umhverfið og virka þannig allan ársins hring. Á sólardögum kemur þessi mjúki litatónn líka fram í gegnum filterinn.

Tegundin heitir Tens og þau væri keypt í Eirbergi fyrir mörgum árum. Spöngin er fallega grænblá á litinn. Þetta eru langbestu og skemmtilegustu sólgleraugu sem ég hef átt.

Það var því mikil spæling hjá mér í fyrra þegar eg týndi sólgleraugunum í Danmörku. Það var einhver pirringur á milli okkar Þórdísar sem varð til þess að ég var annars hugar og ég hélt ég hefði lagt þau frá mér í matarverslun, Lidl í Helsinge, en ég fann þau amk hvergi og fór sólgleraugnalaus aftur heim til Íslands.

Nema hvað. Þegar Þórdís mín var á leið heim úr partýi á laugardagskvöldið fann ég þau aftur í Nettó innkaupapoka sem hún hafði notað undir gistidótið sitt. Og viti menn: daginn eftir var glaðasólskin í Danmörku.

Færðu inn athugasemd