Það var gaman að fara á Bessastaði í kvöld og samfagna með höfundum sem fengu Íslensku bókmenntaverðlaunin. Steinunn, Gunni og Rán voru okkar fólk í kvöld með bækurnar sínar í flokki skáldsagna og barna- og ungmennabóka.
Við Vala fórum samferða og vorum mættar vel tímanlega til að fá stæði sem næst húsinu. Fleiri höfðu fengið sömu hugmynd og við og þegar við komum keyrandi leit staðan ekki vel út. Öll stæði upptekin. Við ákváðum samt að keyra aðeins nær og sjá hvort það væri laust við endann. Jú, það var laust þar en svo reyndist það vera fyrir framan brunahana. Sem löghlýðnir ökumenn vorum við fljótar að bakka frá.
Við sátum svo um stund í bílnum og vorum hálflúpulegar þegar við sáum vakthafandi lögreglumann koma gangandi. Við skrúfum niður rúðuna og spurðumhvort hann vissi um hentugt stæði. Hann var fljótur að vísa okkur á fyrra stæði og gaf okkur sérstakt leyfi til þess að leggja ólöglega. Almennilegt það og ekki amalegt að fá stæði á besta stað í þessu vonda veðri.