Tveir tímar á Grund

Afi er mun hressari núna en hann var um helgina. Ég var hjá Þórdísi og sá því ekki afa með eigin augum en Kristján sagði að hann hefði haldið að afi væri á útleið.

Í dag virtist afi hafa braggast. Vökvinn í æð hafði gert sitt gagn og hann var vakandi þegar ég kom. Við drukkum mikið kaffi og afi borðaði bæði súpu og fisk. Það var bara huggulegt að sitja þarna og mata hann. Og kaffið gerði honum mjög gott greinilega.

Færðu inn athugasemd