Í snjónum í dag var mikið leikið úti. Krakkarnir fóru upp á snjóhólinn hérna við enda götunnar og veltust um en báru líka heitt vatn út í lítravís til að bræða hauginn sem var einmitt beint fyrir framan tröppurnar okkar. Engir smáklumpar og þurfti mikið vatn til að vinna á ferlíkinu.
Til að hlýja krökkunum bakaði ég múffur á meðan. Uppskriftin byggði á kaffimúffunum góðu en þar sem ég átti hvorki kaffijógúrt né súkkulaðispænir notaði ég jarðaberjasúrmjólk og marsipan sem bragðbæti. Verulega gómsætt og gott fyrir krakkana sem orkugjafi eftir allan leikinn í snjónum.

Það voru eiginlega tvær útgáfur: ljótar og fínar eftir því hvaða form var notað. Sem betur fer brögðuðust þær alveg eins.