Er nema von að maður spyrji. Er Sælan hætt? er spurning sem ég rakst á inni á samfélagsmiðinum Facebook. Spurningin var borin upp í grúppunni „Góða systir“ en þaðan fæ ég mikinn fróðleik um allt sem viðkemur konum, útliti og samskiptum. Eða nei annars, þarna fæ ég engan fróðleik þannig séð en það er stundum eitthvað skemmtilegt þarna.
Mér fannst spurningin vera góð en hún snýst um sólbaðsstofuna Sæluna. Spurningin leiddi hugann að því að á morgun, 5. febrúar, eru 45 dagar frá vetrarsólstöðum. Þá eru 90 dimmustu dagar ársins að baki og allt verður á uppleið héðan af. Þangað til sælan hættir og dag tekur að stytta að nýju.