Karfa og fargufa

Þvílíkt kombó að mæta á körfuboltaæfingu strax eftir kvöldmat og svo þaðan og beint í fargufuna. Fargufan er ein besta uppgötvun ársins í fyrra eða var það kannski í hittifyrra sem ég fór fyrst?

Í gær spilaði ég með græna og bláa liðinu en mér gekk ekki mjög vel að skora. Hávöxnu leikmennirnir stálu af mér boltanum auðveldlega og ég var ægileg lufsa eitthvað. Kannski af því ég var með fullan maga af steiktum fiski. Það munaði líka minnstu að illa færi þegar ég fékk boltann framan á finguna en sem betur fer varð það ekkert alvarlegt og leikurinn varð auðvitað mjög skemmtilegur.

Á milli gusanna í gufunni skelltum við okkur í sjóinn. Okkur skildist að það væru hvalir fyrir utan Skarfaklett að svamla en ég sá ekkert nema fuglager. Aðrar sáu hvalina.

Færðu inn athugasemd