Þórdís okkar kemur heim í vetrarfrí á morgun. Kemur seint annað kvöld og við getum ekki beðið. Hún fer ekki fyrr en á sunnudagsmorgni í næstu viku sem þýðir að við fáum góðan tíma með henni.
Við erum meðal annars búnar að bóka tíma í fótsnyrtingu út af afmælinu hennar Unu og við ætlum að heimsækja Bóba afa og fá okkur bolludagsbollur. Hana langar í klippingu og ég ætla líka að reyna að muna að láta hana taka með aftur til DK gúmmíhring í sex bolla Bialetti-könnu.