Framkvæmdir framundan

Nú er komið að næstu framkvæmdum í Blönduhlíð 28. Gestur kemur á eftir og ætlar að labba í gegnum hugmyndirnar sem við höfum með okkur.

Okkur langar að taka út eldhúsið og breyta því í herbergi. Það herbergi verður að vísu lítið en það er sennilega nógu stórt fyrir rúm og náttborð og litla kommóðu. Við lokum núverandi hurðargati og færum gatið þannig að hurðin opnist út í stofuna.

Breytum svo hluta af þvottahúsinu í sturtuherbergi og stúkum þannig af góða sturtu. Gerum upp litla baðherbergið niðri og setjum svo hita í öll gólf nema í þvottahúsinu. Í þvottahúsinu fáum við nýja innréttingu og allt verður snyrtilegt.

Stærsta breytingin verður að opna út í garð. Okkur langar að setja tvöfaldar dyr og láta moka frá dreninu hérna fyrir utan þannig að besti staðurinn í garðinum okkar nýtist sem allra best.

Við erum verulega spennt og þetta verður mikið puð og rask en það verður sannarlega þess virði. Við ætlum líka að fá þriggja fasa rafmagn í húsið á þessum tíma og það verður því nóg af iðnaðarmönnum á sveimi hérna á næstu vikum ef allar okkar áætlanir muni standast.

Færðu inn athugasemd