Íslandsmótið í handbolta

Una var búin að bíða lengi eftir deginum í dag því í dag tók hún þátt í alvöru handboltaleik. Nokkrar 2014-stelpur kepptu með 2013-stelpunum á alvöru móti með alvöru bolta, dómgæslu og stigatalningu, á stórum velli í leik í fullri lengd (10 mín og 10 mín).

Það er skemmst frá því að segja að Una og liðsfélagar hennar stóðu sig alveg frábærlega. Hún er mjög efnilega handboltakona og Valur 4 vann þrjá af fjórum leikjunum sínum. Síðasti leikurinn á móti Stjörnunni 2 var hreinn úrslitaleikur en það endaði þannig að Stjarnan rétt marði sigur. Það var svekkjandi en Valskonur eru núna reynslunni ríkari eftir þennan skemmtilega dag.

Færðu inn athugasemd