Vor í lofti

Þótt enn sé ansi kalt og dimmt er dásamlegt að finna að daginn er tekinn að lengja. Fuglarnir syngja í trjánum og klakinn er tekinn að bráðna aðeins. Það er auðvitað allt í slabbi og leiðindum ennþá en það birtir fyrr á morgnana og dagurinn er mun lengri í annan endann.

Mögulega breytist þetta til hins verra innan fárra daga, veðrið mun versna og það mun kólna, en á meðan þetta er svona er allt í góðu. Best að njóta þess.

Færðu inn athugasemd