Niðurtalning hefur verið í gangi síðustu daga og í dag var loksins komið að stóra deginum. Tíu ára afmælið var upprunnið og það á sjálfum Valentínusardegi sem í ár er líka öskudagur.
Afmælismorgunninn minnti helst á jólin, svo margir voru pakkarnir. Það var bragðbrúsi og bragð í hann, filmur, demantalímsett, kerfi til að hengja upp myndirnar svo ekki sé nú minnst á legóið. Svo hafði unga konan einnig fengið nýjan handboltabúning, æfingapeysu og handbolta frá afa sínum.

Það var verulega glöð ung snót sem fór út í daginn klædd sem engill á þessum afmælisdegi.