Spilamennska

Á afmælinu hennar Unu spiluðum við Lestarspilið, Ticket to Ride. Afmælisbarnið fékk að vera með Þórdísi, allsherjarsigurvegara spilsins í liði, en síðan við byrjuðum að spila þetta stórskemmtilega spil heima hefur Þórdís allaf unnið, og ekki bara unnið heldur hefur hún sigrað með ótrúlegum yfirburðum.

Og auðvitað rústaði Þórdís spilinu í þetta skiptið en að vísu var það með hjálp frá afmælisbarninu sem sá um að stokka bunkann á ögurstundu. Þórdís fékk smá móral yfir svindli Unu seinna og svo fékk Una sjálf pínu móral líka og játaði á sig svindlið (þroskamerki) en það breytti samt engu. Þetta sigurlið hefði alltaf unnið.

Færðu inn athugasemd