Vorið

Það kom að því að það glitti í vorið. Baldur Atli sagði mér eftir leikskólann í gær að hann hefði fengið að fara út að leika í pollabuxum. Já, haldið ykkur fast, það voru pollabuxurnar sem urðu fyrir valinu á þessum föstudegi í febrúar en ekki kuldagallinn.

Gleðin sem skein úr andlitinu var ósvikin og mikið skildi ég hann vel. Það er léttir að færa sig úr þykkum og þungum vetrarfötum og í eitthvað aðeins léttara. Tökum fagnandi á móti vorinum með stígvélum og pollabuxum og brátt verður kannski hægt að vera úti á peysunni.

Færðu inn athugasemd