Ég fór til Berlínar í gær og á morgun fer ég heim. Ég er stödd hér til þess að taka þátt í spennandi prógrammi sem heitir Books at Berlinale en í þessu prógrammi fá umboðsmenn höfunda tækifæri til að kynna spennandi bækur fyrir kvikmyndaframleiðendum.
Dagskráin var frekar kvíðavænleg og ég var auðvitað stressuð, enda vildi ég fyrir alla muni standa mig vel. Ég fékk mjög góða þjálfun, coaching, og þegar ég fór á sviðið lúkkaði ég svellköld og róleg. Kynningin tók fjórar mínútur og ég var mjög ánægð með útkomuna. Þegar ég var búin var röð framleiðenda við borðið mitt sem voru áhugasamir um að heyra meira.

Þá er ég búin að prófa þetta, að pitcha á Berlinale og er hrikalega ánægð með sjálfa mig.