Það er alltaf stemmari að fara til tannlæknis og að fara með hana Unu Karítas til tannsa er skemmtileg upplifun því hún er svo dugleg að bursta tennur. Tannþráðurinn má þó koma meira við sögu, en það gildir auðvitað alltaf fyrir alla.

Danski tannlæknirinn kíkti á byrjun á skemmd og við ræddum voksen tænder og mælketænder. Una er með djúpt bit en það er ekki tímabært að fara í tannréttingar strax samt. Bíðum í eitt ár.