Í dag á Baldur Atli fjögurra og hálfs árs afmæli. Þetta er stór dagur og eftir leikskóla í dag löbbuðum við út í Sunnubúð og keyptum kanelsnúða. Það var síðbúin drekkutími með heitu kakói til að halda upp á þennan merkisdag.
Una rifjaði upp að þegar hún var jafngömul Baldri, það er að segja fjögurra og hálfs árs, að þá hafi hún alltaf bent á hálsinn á sér og sagst vera fjögurra og háls. Þetta finnst Baldri óhemjufyndið, og okkur hinum auðvitað líka.
