Við fórum í keilu í dag og mikið sem það var nú skemmtilegt. Ég hef ekki farið í keilu í tíu ár að minnsta kosti, ekki síðan Keiluhöllin var og hét í Öskjuhlíðinni.
Við gerðum okkur glaðan dag og keyrðum upp í Egilshöll; Ég, Una, Baldur, Áslaug og Maggi. Lilja fékk að koma með okkur líka. Sum okkar voru með grindur (allir nema við Maggi) og Baldur fékk sérstaka rennibraut til þess að rúlla kúlunni eftir líka. Honum fannst reyndar skemmtilegast af öllu að flokka kúlurnar þegar þær komu úr brautinni og svo hætti hann fljótlega að nota rennibrautina og kastaði kúlunum með miklum tilþrifum í brautina. Stundum fóru kúlurnar ansi hægt og mér þótti merkilegt að þær skyldu ná alla leið að lokum.

Una Karítas sigraði með miklum yfirburðum með 95 stigum. Við Maggi töpuðum, vorum með jafna stigatölu en flottustu tilþrifin átti Maggi. Ekkert okkar kunni að setja fótinn fyrir aftan eins og hann.
Þetta var stórskemmtilegt stund og allir voru ánægðir. Við látum ekki svona mörg ár líða aftur og nú hlakka ég til að fara aftur.