Minningar á Facebook II

Önnur minning á Facebook tengist draumi sem mig dreymdi fyrir sjö árum. Textinn sem fór á Facebook var svona:

Mig dreymdi að ég væri á fundi með agent á bókamessu. „Sýndu mér endilega það besta sem þú átt í up market commercial og svo women’s fiction,“ sagði ég við hann. „Þá skaltu líta á þetta hérna,“ sagði hann og rétti mér heildarútgáfu á verkum Shakespeare. „Tja, ertu viss um að þetta sé málið?“ spurði ég. „Jú, þetta er bæði up market commercial og women’s fiction,“ svaraði hann að bragði. Ég horfði á leðurinnbundna bókina um stund, og til að reyna að finna á þessum einhvern flöt stundi ég upp úr mér: „Við gætum ef til vill skipt um kápumynd …“.

Þetta er ansi fyndið og ég man þennan draum mjög skýrt. Ekki svo galin hugmynd, Shakespeare er fyrir alla.

Færðu inn athugasemd