Mamma fer aftur til Frakklands í fyrramálið. Hún er búin að vera hér í tvær vikur og það er búið að vera notalegt að hafa hana. Bæði fyrir mig sjálfa, fyrir krakkan og ekki síst fyrir afa.
Í kvöld tók ég ákvörðun um að hætta að vera bitur út í hana fyrir að láta mig alfarið sjá um afa. Það eina sem ég bað hana um var að þakka mér fyrir að taka þetta verkefni að mér. Hún gerði það og ég fann hvað mér leið strax miklu betur. Engin beiskja lengur og nýir tímar framundan. Ég er þakklát fyrir þessa góðu tilfinningu og ég er líka þakklát fyrir að eiga góða mömmu sem þykir vænt um mig.