Það er komin helgi

Tíminn líður svo hratt og enn á ný er komin helgi. Í dag er enginn venjulegur föstudagur, því í dag eru 35 ár síðan bjórinn var leyfður. Mikill merkisdagur en mér fannst nú ekkert sérstaklega haldið upp á hann, ég tók að minnsta kosti ekki eftir neinum sérstökum hátíðarhöldum í tilefni dagsins.

Ég drakk bjór í fyrradag, hrikalega gott að fá sér kaldan bjór, en annars er frekar langt síðan ég hef fengið mér bjór. Þetta er svolítið eins og með kaffið, fyrsti sopinn er langbestur.

Færðu inn athugasemd