Ég og bólan

Það er gaman að segja frá því að þessi laugardagur byrjaði með bólu. Ég fékk myndarlega unglingabólu undir munninn og þessa helgina erum við bólan búnar að gera ýmislegt. Bólan er svo myndarleg að mér líður eins og hún fari á undan mér á alla staði.

Við byrjuðum á handboltamóti í Kórnum. Una var að keppa ásamt vinkonum sínum og stóð sig frábærlega vel. Þær urðu sífellt betri eftir því sem á leið og í síðasta leiknum voru þær mjög öflugar bæði í vörn og sókn. Una stóð fast í fæturna og hleypti engum framhjá sér.

Svo var það sextugsafmæli hjá fyrrum vinnufélaga í Frankfurtar-verkefninu á milli 14 og 16. Mjög næs afmæli og á fínum stað en ég stoppaði stutt því ég það biðu mín mörg verkefni hér heima og ég þekkti líka fáa, en það var gaman að fara í veisluna á fallegum vetrardegi.

Ég var mjög elegant til fara, i blárri buxnadragt sem ég fékk lánaða hjá vinnufélaga og í opnum Chie Mihara-skóm enda með svo vel snyrtar táneglur að ég gat alveg sýnt þær almennilega. En bólan var sumsé líka með í för. Vonandi verður ástandið skárra á morgun.

Færðu inn athugasemd