Aðalfundur

Bókmenntahátíðin heldur aðalfundinn sinn á eftir og við Kristján ætlum að bjóða öllum heim í súpu. Til að undirbúa kvöldið hef ég tekið marsstyttinginn minn eftir hádegið og sé fyrir mér að leggja lokahönd á allt þá. Nenni nú samt ekki að skúra.

Það þarf að koma 20 manns í sæti og mér sýnist að það eigi allt að ganga. Er með tvö borð í stofunni og búin að týna til dúka sem geta dekkað borðið. 20 súpuskálar, glös af öllum stærðum og gerðum komin fram og 20 súpuskeiðar. Allt er klárt.

Súpan er sænska fiskigrytan sem við höfum svo oft eldað. Ég fæ aldrei leið á henni og það verður að sjálfsögðu boðið upp á aioli með.

Færðu inn athugasemd