Baldur er kominn með freknur

Það er ekki fyrr kominn mars fyrr en rauðhærði fjölskyldumeðlimurinn, Baldur Atli, er kominn með ógrynni af freknum. Í fyrra tók það allt sumarið að fá nokkrar freknur en nú er þetta strax komið í gang.

Það er ekki ólíklegt að litli snáðinn verði eins og Pétur afi sinn, rauðhærður og mjööög freknóttur. Sjálf fæ ég mikið af freknum, en ég byrjaði ekki að fá þær fyrr en á unglingsárum. Una er spæld að fá ekki freknur en hún verður súkkulaðibrún á núll einni.

Færðu inn athugasemd