Jafndægur á vori

Það kemur í dag, vorið, enda vorjafndægur í dag. Loksins, loksins sagði einhver einhvern tímann. Á mínu heimili hefur verið beðið lengi eftir þessum degi.

Það var greinilegt í morgun þegar ég fór í November Project uppi í Háskóla að vorið var á leiðinni. Á meðan ég hljóp um háskólasvæðið og gerði mínar hefðbundnu æfingar (framstig, ladybug og allt í einni ferð) birti hratt og örugglega og áður en við vissum af var orðið albjart. Tröppurnar voru líka í því ástandi að hægt var að hlaupa þær upp og niður án þess að eiga á hættu að detta.

Veðrið var svo ljúft í morgunsárið að sumir fóru úr jökkunum á æfingunni og voru ýmist á peysu eða bol. Ég var ekki í þeim hópi en það styttist í það hjá mér. Ég finn það á öllu.

Færðu inn athugasemd