Nú munaði mjóu. Þegar 114 km eru eftir til Lande Basse kom í ljós að tankurinn var orðinn tómur.
Við vorum reyndar á bensínstöðinni þegar þetta kom í ljós en við tókum sénsinn og keyrðum 20 km til viðbótar á næstu stöð því það var engin leið að komast aftur á dælurnar nema keyra á móti umferð.
Þetta voru æsilegir 20 km en þetta hafðist. Nú er stutt eftir og tankurinn fullur.