Á meðan við njótum þess að vera í fríi er allt á fullu í Blönduhlíðinni. Þar hafa verið píparar, rafvirki, sögunarmenn, gröfumaður og smiður.
Nú er nánast búið að brjóta upp allt þvottahúsgólfið. Komið hefur í ljós stærðarinnar tjörn undir húsgrunninum og mygla fylgir þessari tjörn. Ekki beint skemmtilegar fréttir en þær kalla á verulegar lagfæringar við dren. Við vitum enn ekki hvernig þetta mun fara almennilega en það er búið að vera að rakamæla hjá okkur í dag.
Gröfumaðurinn kom líka og mokaði frá glugganum niðri svo nú er komin hola af stærðinni 3×3 metrar í garðinn. Á bílaplaninu er haugur af möl.
Sem betur fer var enginn pollur þarna megin en það er samt ljóst að það er eitthvað mikið sem þarf að laga á neðstu hæðinni okkar.