Örsaga úr stórmarkaði

Í einni innkaupferðinni í páskafríinu sýndum við krökkunum frosnar froskalappir. Þær minntu svolítið á frosinn fisk og voru frekar óspennandi.

Una gretti sig yfir þeim en Baldur tók pokann og skellti honum í innkaupakerruna. Þegar við sögðum honum að froskalappir væru kjöt og að þess vegna borðuðum við þær ekki, þá varð hann eitt spurningarmerki.

“Já, en við borðum eðlu Júróvisjón,” sagði hann undrandi á svip.

Hvernig er hægt að vera svona mikið krútt?

Færðu inn athugasemd