Það rekur hver stórviðburðurinn annan þessa dagana. Útskrift Áslaugar, sem allt hefur snúist um síðustu vikur, kosningar, jarðarför og uppgjör á dánarbúi svo ekki sé nú minnst á blessaðar framkvæmdirnar. En einn stórviðburð er sérstaklega vert að minnast á í þessum alþjóðlega fjölmiðli; nefnilega 1. júní.
Öll börn mega nefnilega fara ein í sund fyrsta júní árið sem þau verða tíu ára gömul og þennan dag bar upp í gær, laugardaginn 1. júní. Það rigndi auðvitað heilmikið í gær svo enginn þurfti að fara í sund en í dag kom að því að Una Karítas fór ein í sund ásamt vinkonum sínum.

Þær tóku þetta alla leið og fóru í ísbúð á eftir. Þvílíkur dagur hjá vinkonunum sætu.