Kjalvegur hinn forni

Árleg ferð á fjöll með gönguhópnum góða 20 mínútum sem við höfum ferðast með síðan 2013. Í þetta skiptið var það Kjalvegur hinn forni, miðvikudag til laugardags, fjórir dagar sem gætu allt eins hafa verið 40. Það sem helst skilur þessa ferð frá öðrum ferðum hópsins var veðrið og vosbúðin.

Við vorum rennandi blaut allan tímann og á köflum var ekki stætt vegna hávaðaroks. Við biðum af okkur rigningar, sváfum ekki fyrir veðurlátum og veðurkvíða og aflýstum einum göngudegi vegna úrhellis og fengum svakalega jeppaferð í staðinn. Félagsskapur og stemning upp á tíu og þessi ferð kemst í sögubækurnar enda alveg ógleymanleg.

Lykilorð: Hvítárnes, Hvítárnesvatn, Baldurshagi, Hrefnubúðir, Þverbrekknamúli, Fúlakvísl, Þjófadalir, Þjófavellir, Sóleyjardalur, Oddnýjargil. Draugagangur og reimleikar, volk og vosbúð, matur og drykkur, kaffi á skotsuðu, kindagötur og hestastígar. Grettir Ásmundarson, Reynistaðabræður, Jóhannes út Kötlum, Sturlungaöld og Hallgrímur Jónasson í Árbók Ferðafélagsins 1971. Rósin. Sauðamergur, lyngmosi, fjalldrapi, holtasóley, smjörgras og lambagras. Kjóar, lóur, álftir og spóar. Gæsir og endur. Lokrekkjur, fellikojur og gasofnar. Sauðfé. Blautir sokkar.

Færðu inn athugasemd