Snúður er í góðum málum hér í nágrenninu. Hann heldur áfram að ríkja eins og konungur í hverfinu og hefur nú fengið langþráð starfsmannaskírteini í Gleðibankanum. Hann er þar flokkaður sem heiðursstarfsmaður og knúsari og ég held að það hlutverk eigi vel við hann.

Ólin hans Snúðs er nú endanlega týnd. Airtaggið pípti og var í nágrenninu í marga mánuði en okkur tókst aldrei að finna það. Á dögunum lét ólin vita af sér og var þá komin í Sorpu í Gufunesi. Nú er verið að breyta henni í mold.
Við höfum ekki hugmynd um hvernig ólin hans rataði í Sorpu en nú ættum við að íhuga að fá okkur nýja ól með nýju airtaggi.