Af öllum kraftlyftingaæfingum sem við gerum í Afreki finnst mér réttstöðulyftan eiginlega skemmtilegust. Ég er komin upp í 85 kg og stefni óðum á þriggja stafa töluna. Markmiðið er að ná upp í 100 kg fyrir jól, en helst fyrr samt.
Í gær gerðum við ansi góða réttstöðulyftuæfingu og gerðum mörg sett. Ég náði dáldið þungu í settunum en þá byggi ég upp kraft til þess að ná einni góðri lyftu með þungt á stönginni.
Hnébeygjan finnst mér ekki alveg eins skemmtileg, finnst mér ekki takast að fara nægilega djúpt niður, en ég hef nú tekið nokkur skref til baka og létt á stönginni til þess að ná betur niður. Ætla að byggja mig upp þannig og reyna að ná meiri þyngd í þessari æfingu líka.
Bekkpressan er ágæt líka en ég er svo slöpp eitthvað í þessari æfingu að mér finnst hún ekki beinlínis skemmtileg, ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Sjáum hvernig það gengur á morgun.