Það var gefið frí í vinnu eftir kl 14 í dag því það sá til sólar. Ekki mikið verið áberandi sólin nú í sumar heldur hefur rignt alveg gríðarlega.
Í tilefni sólarfrísins fórum við á Úlfarsfell. Gengum aðra leið en venjulega og var þessi eiginlega skemmtilegri en hin, en líka talsvert styttri sem var fínt því Baldur var með í för og nennti engan veginn að labba.
Una var í sundi með Kolfinnu en hún kemur bara með næst.
