Marías

Sumarið 2025 er sumarið sem ég kenndi Þórdísi minni að spila marías, og þvílík skemmtun sem það er að spila við hana.

Ég var aðeins farin að ryðga í reglunum en Baldur hjálpaði mér að rifja upp það helsta og nú er þetta alveg komið. Ég hef náttúrlega spilað þetta spil síðan ég man eftir mér en það var orðið aðeins djúpt á nokkrum hlutum.

Spiladrottningin

Við spilum eins og Stella amma og Pétur afi; notum smádót til að hjálpa okkur að muna eftir hjónum, grikkjum og veltóum, og spilum sex spil í einni umferð.

Svo má drekka kaffi og spjalla á meðan á spilinu stendur eða hafa tónlist á. Þetta eru mjög notalegar stundir hjá okkur mæðgum.

Færðu inn athugasemd