Á batavegi

Það er svo gott að vera í afslöppun og þetta er mjög verðskulduð hvíld hjá mér. Dagarnir eru kaffi og lestur, lyfjagjöf og vítamín, matur (mikið prótín) og prjónaskapur. Og svo auðvitað Marías og knús.

Mér finnst allt annað að sjá mig núna en fyrir örfáum dögum. Mér líður líka hundrað sinnum betur en fyrir örfáum dögum. Leitt að það þurfti lærbrot svo ég myndi fara að slaka á.

Baldur er mjög duglegur að dunda sér í gegnum þetta allt en hann þarf samt að æfa sig í því.

Færðu inn athugasemd