Sólardagar

Ég er komin með sólbrúna fótleggi eftir að hafa verið í stuttbuxum í blíðunni síðustu daga. Ég hef setið úti og prjónað og hlustað á hljóðbækur.

Fyrst hlustaði ég á Litlu bókabúðina við vatnið og því næst 500 mílur frá mér til þín. Báðar bækurnar eftir vinkonu mína Jenny Colgan.

Nú er ég byrjuð á fyrstu bókinni í seríunni (röðin skiptir ekki máli) og ég elska hvernig Colgan tekst að búa til trúverðugar persónur og spennandi sögusvið. Ég er líka hrifin af ást hennar á bókum.

Ég lánaði Sigrúnu tengdó Ferðabíó herra Saitos. Ég var mjög hrifin af henni og ég vona að hún falli á kramið þar sem Sigrún liggur fótbrotin á deild B5 á Borgarspítalanum.

Færðu inn athugasemd